Flýtilyklar
Reykskynjarar og Neyðarkallinn
Hin árlega reykskynjarayfirferð Hjálparsveitarinnar Dalbjargar verður farin helgina 3.-6. nóvember. Þetta verður með svipuðu sniði og undanfarin ár, en félagar Dalbjargar munu fara í öll hús í sveitinni og selja rafhlöður fyrir reykskynjara á kostnaðarverði. Auk þess verðum við með reykskynjara til sölu og veitum ráðgjöf um eldvarnir.
Við viljum minna á að ráðlagt er að skipta árlega um rafhlöður í reykskynjurum, sem og að skipta út gömlum búnaði, en reykskynjarar og önnur eldvarnatæki hafa einungis ákveðinn líftíma. Nú þegar jólin nálgast með jólaljósum og kertum er góður tími til að taka til hendinni í þessum málum.
Samhliða yfirferðinni munum við hafa Neyðarkallinn til sölu. Sala á honum er góð fjáröflun fyrir hjálparsveitina og því vonumst við eftir góðum móttökum eins og undanfarin ár.
Þeim sem ekki verða heima um helgina, en vilja samt nýta sér þessa þjónustu og kaupa rafhlöður, reykskynjara eða Neyðarkallinn, bendum við á að hafa samband við Sunnu í síma 6697965.
Vaktir verða með þessu sniði:
Fimmtudagur
Austan megin: Bjarki og Jonni
Vestan megin: Davíð Almar og Ragnar Ágúst, Unnur Eyrún og Jóhann
Föstudagur
Austan megin: Íris Björk og Freydís
Vestan megin: Hreiðar og Jonni
Laugardagur
Austan fyrri part: Halli og Ólafur Ingi
Vestan fyrri part: Íris Björk og Aðalsteinn
Austan seinnipart: Halli og ...
Vestan seinnipart:
Sunnudagur
Austan fyrri part: Unnur Eyrún og Íris Björk
Vestan fyrri part:
Austan seinnipart:
Vestan seinnipart:
Með von um góðar móttökur - eins og alltaf
Hjálparsveitin Dalbjörg.