Flýtilyklar
Rigging, dagur 3
Dagurinn byrjað eins og síðustu daga á fyrirlestrum og verklegri sýnikennslu. Viðfangsefni dagsins var björgun úr klettum með börum. Farið var yfir hvernig binda á börur og tryggja sjúkling í börur og síðan var einnig farið í gegnum dobblunarkerfi og nokkrar útgáfur settar upp svosem einföld dobblun og samsettar dobblanir.
Í hádeginu var stefnan tekin í heimahaga hans Gunnars Vilhjálms í Akrafjalli. Þar gengum við upp fyirr fyrstu kletta og settum upp aðgerð sem fólst í því að láta björgunarmann og sjúkling í börum síga fram af brún og niður klettavegg og síðan þurfti að breyta sigkerfinu yfir í dobblunarkerfi og hífa björgunarmann og sjúkling upp aftur.
Þrælgóð æfing og við vorum sex saman í liði og náðum að rótera á öllum stöðvum. Eins og það er nú ótrúlegt þá var sól á okkur í allan dag og laust við að maður findi fyrir smá heimþrá í sólinni en það hverfur örugglega í rigningunni á morgun. :)
Ég læt nokkrar myndir
fylgja með kveðja Pétur
Ég og Ásgeir klárir til að síga niður, nokkrir spottar til að binda..
Karlarnir á leiðinni upp aftur og allt eins og blómið eina.