Flýtilyklar
Samæfing 16. nóvember 2013
16.11.2013
Þann 16. nóvember var haldin samæfing björgunarsveita á svæði 11, en einnig komu félagar úr Garðari á Húsavík og tóku þátt.
Æfingin var haldin um borð í varðskipinu Tý á Akureyri og hafði Súlur, björgunarsveit, veg og vanda af skipulagningu hennar.
Um hópslys var að ræða og reyndi því á marga þætti varðandi skipulag og kunnáttu félaga. Skipið hafði strandað og um 30 sjúklingar voru um borð með margvíslega og misalvarlega áverka. Það voru 11 félagar frá Dalbjörg sem tóku þátt í æfingunni, þar af einn í svæðisstjórn. Farið var um borð í skipið með björgunarbátum og hafði verið sett upp vettvangsstjórn í skipinu sem stýrði leit og björgun sjúklinga. Æfingin hófst um kl. 11 og stóð til kl. 15. Að henni lokinni var boðið upp á kjötsúpu og brauð í húsnæði Súlna.
Æfingin gekk vel að öllu leyti að mati Dalbjargarfélaga og voru allir ánægðir með daginn. Við þökkum kærlega fyrir góða æfingu.
comments powered by Disqus