Flýtilyklar
Samæfing á svæði 11
Súlur, björgunarsveitin á Akureyri mun halda samæfingu á svæði 11, nánar tiltekið í Hrísey, laugardaginn 27. september nk.
Æfingin verður sett upp eins og um raunverulegt útkall væri að ræða. Æfingin mun felast í leit á sjó og landi, fyrstu hjálp, fjallabjörgun og flutningi sjúklinga. Stefnt er að því að sveitir mæti til leiks frá sinni bækistöð en búið verður að koma öllum upplýsingum til svæðisstjórnar fyrir æfingu sem verður búin að skipuleggja framkvæmdina.
Við hvetjum sem flesta til að vera með, en svona æfingar eru frábærar til að öðlast reynslu, læra á búnaðinn okkar og hitta annað björgunarsveitarfólk á svæðinu.
Skráning er í athugasemdum hér á síðunni fyrir 22. september - það er næsti mánudagur.
Uppfært 21. sept.:
Áætlað er að æfingin hefjist á milli 10 og 11. Frekari upplýsingar koma þegar líður á vikuna.
Kveðja, stjórnin.