Flýtilyklar
Samæfing 27. október 2012
Góðan dag
Eins og þið vitið sennilega öll munum við í Dalbjörg halda samæfingu laugardaginn 27. október. Æfingin mun hefjast um kl. 15 eða 16 og standa til ca 20, en nánari tímasetningar koma síðar. Eftir æfingu verður boðið upp á mat en nesti á meðan æfingu stendur sjá félagar um sjálfir.
Verkefnin verða fjölbreytt og verður miðað að því að hópar þurfi að vinna saman að lausn þeirra. Þau munu tengjast fyrstu hjálp, tækjum, fjallabjörgun og ýmsu fleiru sem við þurfum að glíma við. Ef þið eruð með sérstakar spurningar varðandi verkefni megið þið endilega hafa samband.
Það væri gott að fara að huga að skráningum á hópum á æfinguna, en þær má senda á þetta netfang: sunnaax@hotmail.com . Skráningu þarf að fylgja:
- Sérstaða hópsins ef einhver
- Fjöldi í hóp
- Hópstjóri
- Tæki
Við vonumst auðvitað eftir hörkumætingu þar sem þetta verður hörkuæfing. Ef einhverjar spurningar vakna, hafið þá samband.