• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Sjúkragæsla á Landsmóti skáta

Sjúkragæsla á Landsmóti skáta
Frá æfingu á svæði 11 árið 2013

Dagana 20.-27. júlí verður Landsmót skáta haldið á Hömrum. Súlur, björgunarsveitin á Akureyri hefur tekið að sér sjúkragæslu á mótinu og leitar liðsinnis félaga í björgunarsveitum víða um landið, meðal annars Dalbjargarfélaga. 

Á mótinu má áætla að verði um 2-5000 manns og búist er við mörgum verkefnum sem þarf að sinna yfir þessa átta daga. Hver vakt verður 8 tímar og 3-5 manns á hverri vakt.

Þetta verkefni er flott í reynslubankann fyrir björgunarsveitarfólk, en m.a. mun reyna á kunnáttu í fyrstu hjálp, fjarskiptum, skipulagshæfileikum, stjórnun, samskiptum og án efa fleiri þáttum. Verkefnið verður líka örugglega og mjög skemmtilegt. Það má reikna með að oft verði eitthvað að gerast í sjúkratjaldinu. Félagar úr sveitum að sunnan munu að öllum líkindum manna einhverjar vaktir og svo verða á svæðinu læknar og hjúkrunarfræðingar svo þetta er einnig góður vettvangur til að kynnast öðru fólki. 

Allar frekari fyrirspurnir eða skráningar á vaktir skulu fara fram með því að senda póst til Unnar eða Elvu: unnsteinsdottir@gmail.com eða elvahronn@gmail.com

Við hvetjum ykkur til að skoða málið og hjálpa til með því að skrá ykkur á eina vakt :)

Kveðja, stjórnin.


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is