Flýtilyklar
Skráning á Landsþing
Birtum hér póst sem kom frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg um Landsþingið:
Skráning er hafin á landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar verður sett föstudaginn 29. maí kl. 14 á Ísafirði. Skráningin fer fram á innri vef félagsins. Er félagsfólk beðið um að skrá sig tímanlega, það auðveldar alla skipulagningu og utanumhald.
Eins og fyrr segir hefst þingið föstudaginn 29. maí og lýkur því seinnipartinn á laugardaginn 30. maí. Laugardagskvöldið 30. maí verður svo árshátíð félagsins haldin með dansleik fram á nótt. Athugið að merkja við í skráningaforminu ef þið ætlið að mæta á grillið á föstudagskvöldinu og/eða árshátíðina á laugardagskvöldinu. Verð á árshátíðina er kr. 7.900,-
Björgunarleikarnir verða haldnir á laugardeginum 30. maí samhliða þinghaldi. Lið þurfa að skrá sig sérstaklega á leikana og er það gert á innri vef SL. Þátttakendur í björgunarleikum er bent á að skrá sig í grill og á árshátíð ætli þeir sér að taka þátt í þeim viðburðum.
Þið þurfið semsagt að skrá ykkur sjálf á þá viðburði sem þið ætlið að mæta á:
- Landsþing
- Björgunarleika (ef þið eruð í liði, en félagar beggja liða hafa verið skráðir inn og í bæði grill og árshátíð)
- Grill á föstudagskvöldi
- Árshátíð (ef þið eruð orðin 18 ára).
Ef þið kunnið ekki á kerfið getið þið sent póst á dalbjorg@dalbjorg.is og stjórn aðstoðar við skráningu.
Ef þið fenguð ekki þennan póst frá S.L., sendið þá línu á dalbjorg@dalbjorg.is og við bætum ykkur á póstlistann.