• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Skyndihjálparæfing í gærkvöldi.

Skyndihjálparæfing í gærkvöldi.
Verið að bera rjúpnaskyttuna að bílnum.

Það var gríðarleg góð þátttaka á skyndihjálparæfingunni í gærkvöldi. Það mættu 14 skyndihjálparmenn á æfinguna sem Pétur og Helgi sjúkraflutningamenn sáu um.

Mannskapurinn var að mæta í hús upp úr kl 19 og fór yfir búnað og græjuðu sig í 2 hópa. Æfingin var keyrð sem útköll og unnið átti að finna sjúklinga, hlúa að þeim og afhenta þá síðan til sjúkrabíls.

Fyrsta æfingin var tilkynnt um mann sem var meðvitundarlítill í bíl inn á Eyjafjarðardal. Við skoðun var hann með góða öndun og púls en svaraði bara miklu áreiti. Eftir að björgunarmenn höfðu tekið lífsmörk og skoðun komust þeir að því að hann var lágur í sykri og gáfu honum hypostopp. Saga hans var tekin og hann síðan fluttur á móts við sjúkrabíl.

Önnur æfing var innan dyra, forsaga var að menn voru staddir í Laugarfelli og einn félaga þeirra birtist inn í skálann til þeirra móður og másandi og með verk í baki eða brjósti. Eftir að hafa gefið súrefni, farið vel í gegnum sögu og tekið lífsmörk. Komust þeir að því að félaginn væri með slæmann brjóstverk og ákveðið að flytja hann strax niður í Eyjafjörð til móts við sjúkrabíl.

 

Þriðja æfing þar sem hóparnir 2 fóru saman í var tilkynnt um mann sem var á rjúpnaveiðum upp í Núpufellshálsi. Hann hafði dottið fram af smá kletti og rotast en félagi mannsin náði sambandi við hann stuttu seinna. Þeir reyndu að standa á fætur en maðurinn var of ruglaður og með lélegt jafnvægi til að standa í lappirnar. Félagi mannsin labbaði í bíl þeirra eftir hjálp og beið síðan þar eftir björgunarsveit þar sem hann rataði ekki aftur til þess slasaða. Þurfti þess vegna að byrja á því að leita að manninum og var stillt upp í breiðleit á líklegasta svæðinu og fannst hann fljótlega. Við skoðun komu í ljós áverkar á höfði , fæti og opið beinbrot á handlegg. Lífsmörk voru ágæt en maðurinn orðin frekar kaldur og aðeins illa áttaður. Tók smá tíma að koma manninum á bretti og upp í bíl. Þar var gert frekar að sárum og lífsmörk tekin reglulega.

Ég vil þakka þeim sem mættu og gerðu þessa æfingu svona skemtilega þrátt fyrir að hún hafi staðið til 23:30.

Já og auðvitað þarf að þakka sjúklingunum okkar þeim Kristjáni Hreinssyni og Tryggva Óskarssyni fyrir góða leik.


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is