• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Sleðadeildarfundur í gær.

Sleðadeildarfundur í gær.
Sleðarnir sem Smári ætlar að panta??

Í gærkvöldi var fundur hjá sleðadeild fram í Bangsabúð. Mjög góð mæting var á fundinn eða 14 manns en á hann mættu líka eigendur fjórhjóla þar sem mikil samlegð er með þessum tækjum. Gengur sleðadeildin því nú undir nafninu skoppara og mottudeildin.

 

 

Á fundinum var farið yfir hverjir verða á útkallslista í vetur og síðan skráðu sig þó nokkrir til viðbótar í deildina.
   Búnaður sleða var kynntur fyrir öllum en mjög góður búnaður er alltaf til staðar á þeim og eiga þeir að vera tilbúnir í útkall hvar sem þeir eru staddir.
   Að lokum var farið yfir dagskrá vetrarins en þar er ráðgert að fara í 2 langar ferðir (2-3 gistinátta) auk þess sem menn voru hvattir til að nota sleðana óspart og æfa sig á þeim í styttri ferðum. Ingi hefur síðan tekið að sér að fá GPS námskeið fljótlega fram í Bangsabúð og þar verðum við öll að mæta. 
Hér komist þið beint inn á ökumannalista sleðadeildar.


Með kveðju frá umsjónarmönnum sleðadeildar.


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is