Flýtilyklar
Slökkviliðsæfing í Torfufelli
Slökkvilið Akureyrar hélt eina af tveimur haustæfingum sínum fyrir varðlið sitt og Hjálparlið Dalbjargar í gær. Æfingin var haldin á bænum Torfufelli í Eyjafjarðarsveit þar sem var æfð aðkoma og skipulag við bruna í útihúsum.
Æfingin var stillt upp þannig að Slökkviliðið fékk boð um eld í hlöðu á bænum og að tveir menn hefðu farið inn í áfast útihús til að ná skepnum út. Hjálparlið Dalbjargar var kallað út og komu þeir þeir á staðinn með kerru sem í er brunadæla og slöngur til vatnsöflunar.
Þegar að fyrsti bíll frá slökkviliði kom á staðinn fóru strax reykakafarar inn í leit voru þá hjálparliðsmenn langt komnir með að leggja hátt í 400 metra fæðilögn úr Torfufellsánni á staðinn. Síðar kom meiri liðsstykur og tæki frá slökkviliðinu og gekk æfingin þá út á að samhæfa aðgerðir eins og reykköfun og lífbjörgun, vatnsöflun, beina árás á eldinn og skipulag.
Alls komu 14 manns frá Slökkviliði Akureyrar og fimm hjálparliðsmenn frá Dalbjörgu að æfingunni sem tókst mjög vel.
Varðstjóri Slökkviliðs og Víðir hjálparliðsmaður fara yfir málin.
Varðstjórinn að setja reykkafara inn í málinn.
Hjálparliðsmenn Dalbjargar að ganga frá búnaði.
Jósep Hallsson og Hlynur Þórsson ræða málin eftir æfinguna.