Flýtilyklar
Slökkviliðsæfing við Torfufell
Slökkvilið Akureyrar og Hjálparlið Dalbjargar hélt seinni samæfingu af tveimur í gær við Torfufell í Eyjafjarðarsveit. Markmið æfinganna var tvíþætt annarsvegar þar sem að reyndi á stjórnunarþætti eins og aðkomu, skipulag og samskipti og hinsvegar á slökkvistörf þá aðalega reykköfun og vatnsöflun.
Það voru A og B vakt Slökkviliðs Akureyrar sem tóku þátt í æfingunni í gær auk Hjálparliðs Dalbjargar. Dagurinn byrjaði með fyrirlestrum sem að Pétur R. og Björn Heiðar sáu um og síðan tóku vaktirnar skrifborðsæfingu fyrir verkleguæfinguna.
Klukkan 12 var Slökkvilið boðað út í útkallsæfingu í Torfufell, tilkynnt var um eld í útihúsum og að tveir menn hefðu farið inn til að bjarga skeppnum. Hjálparlið Dalbjargar var boðað út með sms á sama tíma.
Æfingin var keyrð líkt og ein vakt fengi útkallið (7 manns) og hún fengi síðan liðsstyrk frá seinni vaktinni auk bíla og
búnaðar.
Varðstjóri SA lét tengja saman Tetra rás slökkviliðs og útkallsrás Dalbjargar þannig að þegar að Hjálparlið fór
úr húsi kölluðu þeir sig inn og gátu átt samskipti við SA og neyðarlínu. Með þessu móti gat Varðstjóri SA
fengið upplýsingar af vettvangi þegar að Hjálparliðið kom á vettvang.
Hjálparliðið mætti ca. 15 mínútum á undan SA á vettvang, gáfu þeir upp stöðu til Varðstjóra SA og fóru
síðan í það að leggja 450 metra langa fæðulögn í næstu á til að tryggja vatn á staðinn. Þegar að
slökkviliðið mætti á staðinn voru þeir langt komnir með lögnina en þeim vantaði aðra dælu til að geta raðdælt vatni um
lögnina. Þeir fengu boð um að FOX brunadæla væri væntanleg og biðu þeir eftir henni og komu henni síðan fyrir og hófu
raðdælingu þegar að það var klárt.
Á meðan hóf SA lífbjörgun í gripahúsi sem var áfast hlöðu sem mikill eldur var í. Þegar liðstyrkur kom var hann að
mestu notaður í reykköfun og til að reyna að verja það svæði sem lífbjörgun fór fram.
Þegar að reykköfununni lauk fóru menn að endurskipuleggja sig og leggja áherslu á meiri vatnsöflun líkt og að tvöfalda lögn í
vatnsból og kalla til annan búnað líkt og haugsugur hjá bændum.
Hjálparliðið sýndi okkur hvað það er gríðarlegur styrkur fyrir okkur að hafa hóp manna sem kemur okkur til aðstoðar við svona
erfið verkefni sem brunar í sveit eru. Að vita af mönnum sem leggja mikið á sig við að koma vatni til okkar meðan við einbeitum okkur að
lífbjörgun sem er í forgangi hjá Slökkviliðinu.
Æfingin reyndi á mun fleiri þætti en aðrar æfingar fram til þessa. Slökkviliðsmenn SA stóðu fagmannlega að verkum og tóku
æfingunni mjög alvarlega sem gerði það að verkum að hún heppnaðist svona vel.
Ólafur aðstoðar reykkafara
Það voru 20 manns sem tóku þátt í æfingunni
Ingi í Ártúni fær fyrirmæli frá Gunnari varðstjóra.
HÉR má finna meiri uppl. um Hjálparliðið.