• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Smáskreppur og vinnukvöld

Smáskreppur og vinnukvöld
Bubbi að græja húsið okkar

Það verður margt að gera hjá okkur næstu daga. 

Í kvöld verður farið að sækja rafgirðingastöðina við mæðuveikisgirðinguna. Þeir sem vilja með skulu heyra í Bubba í síma 8650129.

Annað kvöld, mánudagskvöld, verður farið með olíukálfinn upp í Laugafell. Skráning er hér á síðunni og/eða hjá Bubba í síma 8650129. Það verður farið úr húsi kl. 19:00.

Á þriðjudagskvöldið verður svo vinnukvöld í Dalborg. Við þurfum að taka til hendinni í húsinu okkar, þrífa, þvo bílana og margt fleira sem þarf að koma í stand. 

Við viljum auðvitað sjá sem flest andlit á þriðjudagskvöldið, við notum jú öll húsið og tækin og viljum auðvitað halda þessu í góðu lagi og snyrtilegu. 

Það væri gaman að sjá í athugasemdum hverjir ætla að mæta á þriðjudagskvöldið!

Uppfært: Búið að bæta við að það verður farið úr húsi kl. 19:00 á morgun. Svo er ægilega sniðugt fyrir þau sem mæta með í þá ferð að kíkja og taka þátt í að þrífa bílana á þriðjudagskvöldið eftir ferðina eins og margir virðast ætla að gera :)

P.S. Athugasemdakerfið er eitthvað aðeins að stríða okkur, en athugasemdirnar virðast ekki birtast öllum. Unnið er að lagfæringu.

Kveðja, stjórnin.


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is