Flýtilyklar
Snjóbíllinn liðkaður
Síðasta laugardag fórum við með snjóbílinn inn á Hafrárdal. Þar var reyndar afar lítið skyggni, en engu að síður virkaði hann vel. Við lentum í því að missa eitt hjól úr búkka en það var soðið undir aftur um kvöldið.
Á páskadag var lagt í hann aftur og nú í björtu veðri, og vorum við ekki nema rúman klukkutíma fra Torfufelli og inn í Bergland. Þar sem bíllinn hefur ekki verið hreyfður lengi þá komu fram einhverjar olíustíflur, en þegar þetta er skrifað er búið að tæma og hreinsa tanka og nýjar síur verða settar í, þannig að bíllinn ætti að verða klár aftur þegar líður á kvöldið.
Ef félagar hafa áhuga á því að hjálpa til við að græja snjóbílinn okkar enn frekar, hafið þá endilega samband við Inga.