Flýtilyklar
Snjóflóðaleit og snjóflóðamat
04.02.2010
Nú er komið að næsta námskeiði hjá okkur, sem er snjóflóðaleit og -mat. Leiðbeinandi verður Anton Berg Carrasco og skráning fer
fram hér. Námskeiðið byrjar fimmtudagskvöldið 4.
febrúar kl. 20:00 í húsnæði Súlna, Hjalteyrargötu 12. Það heldur svo áfram á laugardag og sunnudag, en nánari
tími fyrir helgina verður ákveðinn á fimmtudagskvöldið.
Helstu þættir námskeiðs verða: Orsakir, eðli og gerðir snjóflóða, boðun snjóflóðaútkalla, fyrsta skipulag björgunarsveita, fyrri og seinni björgunarhópar, skipulag snjóflóðaleitar, leitaraðferðir, lífslíkur manns sem grafinn er í snjóflóði, meðhöndlun slasaðra og fleira.
Allir verða að hafa snjóflóðaýli og vera í góðum útifatnaði fyrir verklegar æfingar.
Við hvetjum auðvitað alla til að skrá sig, þetta er skyldunámskeið hjá okkur og nauðsynlegt til að ljúka Björgunarmanni 1. Einnig er þetta mjög mikilvægt námskeið fyrir alla sleðamenn.
Helstu þættir námskeiðs verða: Orsakir, eðli og gerðir snjóflóða, boðun snjóflóðaútkalla, fyrsta skipulag björgunarsveita, fyrri og seinni björgunarhópar, skipulag snjóflóðaleitar, leitaraðferðir, lífslíkur manns sem grafinn er í snjóflóði, meðhöndlun slasaðra og fleira.
Allir verða að hafa snjóflóðaýli og vera í góðum útifatnaði fyrir verklegar æfingar.
Við hvetjum auðvitað alla til að skrá sig, þetta er skyldunámskeið hjá okkur og nauðsynlegt til að ljúka Björgunarmanni 1. Einnig er þetta mjög mikilvægt námskeið fyrir alla sleðamenn.
comments powered by Disqus