Flýtilyklar
Stóra Dalbjargarferðin!
Nú er komið að Stóru Dalbjargarferðinni, en hún verður farin núna um helgina eins og ákveðið var á síðasta almenna fundi.
Farið verður af stað kl. 17:00 á föstudag, 14. mars, frá nýja húsinu okkar í Hrafnagilshverfi. Þaðan verður farið upp Bárðardalinn í Réttartorfu. Á laugardaginn er ferðinni heitið í Gæsavötn og svo heim á sunnudag.
Ætlunin er að fara á jeppum og sleðum sveitarinnar. A.m.k. einn einkabíll er einnig skráður í ferðina og eru fleiri velkomnir. Dalbjörg mun greiða gistigjöld og flotta veislu á laugardagskvöldinu. Annan mat og allan búnað sjá félagar um sjálfir.
Skráið ykkur með því að smella HÉR fyrir kl. 12:00 á fimmtudaginn.
Frekari upplýsingar eru hjá Hreiðari, s. 8457947.