• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Stóra Dalbjargarferðin

Stóra Dalbjargarferðin
Skyldi formaðurinn nota þessa tegund??
Nú hefur verið ákveðið hvert á að fara í ferðinni um næstu helgi. Hér kemur ferðaáætlunin:
Föstudagur
Kl. 17:00 - Lagt af stað frá Leiru á báðum Dalbjargarbílunum, sleðum, snjóbíl og fleiri tækjum.
Keyrt áleiðis í Réttartorfu, upp Bárðardalinn.
Kl. 21:00? - Allir koma sér fyrir í skála og fara snemma að sofa til að búa sig undir átök laugardagsins:)

Laugardagur
Kl. 08:00 - Eiður formaður vekur alla með því að lemja í potta og pönnur, og auðvitað verður hann búinn að elda hafragraut handa mannskapnum.
Kl. 08:10 - Allir klára morgunmatinn sinn og búnir að taka sig til
Kl. 08:12 - Lagt af stað! :)

Laugardeginum verður varið í að kanna svæðið í kringum Réttartorfu, allt fer eftir færð og veðri.

Kl. 18:00? - Allir komnir í skála og grillmeistararnir taka til við eldamennskuna
Kl. 19:00 - Allir sprengja sig af góðum mat
Kl. 21:00 - Söngbækurnar teknar fram og sungið frameftir kvöldi.

Sunnudagur
Kl. 08:00 - Allir vaktir með látum, þið verðið vonandi orðin vön þessu bráðum:)
Kl. 09:00 - Allir búnir að borða morgunmat og hjálpast að við að þrífa skálann
Kl. 10:00 - Heimleiðin ákveðin og lagt af stað á ný.

Skemmtið ykkur vel !

comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is