Flýtilyklar
Stóra helgin!
09.05.2011
Þá eru nokkrir dagar í Landsþing, Björgunarleika og Árshátíð Landsbjargar sem haldið verður á Hellu 13-14 maí.
Það eru 5 manns sem ætla að taka þátt í björgunaleikunum fyrir okkar hönd og fara þeir seinnipartinn á föstudag suður á
Laugavatn á Patrol. Þeir gista þar og taka síðan þátt í leikunum og árshátíð á laugardagskvöldið.
Síðan eru sjö manns sem ætla að taka þátt á þinginu og annari dagskrá og að sjálfsögðu
árshátíðinni. Þingmannabíllinn leggur af stað snemma á föstudagsmorgun og er líklega pláss fyrir fleiri í honum. Gisting er
á Laugavatni í mjög flottu húsnæði, taka með sér svefnpoka, sundföt og handklæði, það tekur síðan 50 mín
að keyra niður á Hellu. Það er en þá möguleiki fyrir þá sem áhuga hafa að koma með en veriði snögg að hugsa og
látið Pétur vita strax.. Þetta verður bara gaman.
comments powered by Disqus