Flýtilyklar
Stórar fréttir hjá okkur Dalbjargarmönnum
Síðastliðinn föstudag tók stjórn Dalbjargar þá stóru ákvörðun eftir stíf fundarhöld að nú skyldi Dalbjörg koma sér upp fjallabjörgunarhóp. Þar sem stjórnin er ekki þekkt fyrir að tvínóna við hlutina var strax farið í að finna mann sem skyldi sendur á námskeið í Höfuðborginni til að læra og miðla til okkar manna.
Haft var samband við undiritaðan þar sem hann hefur mikið dálæti á stórborgarmenningu Reykjavíkur og menn vissir um að hann myndi njóta sín best í sudda og hvassviðri. Undirritaður tók sér ákaflega stuttan umhugsunarfrest og dreif sig á námskeið með allan nýjasta búnað okkar eins og stórbaggabönd frá Hríshóli.
Rigging for rescue námskeið hófst kl. 9 í morgun (sunnudag), 12 þátttakendur eru á því frá sveitum á stór-Reykjavíkursvæðinu ásamt mér. Námskeiðið er mjög vandað og leiðbeinendurnir eru aðalkarlarnir sem hafa með fjallabjörgun að gera í Kanada.
Fyrsti dagurinn gekk mjög vel og vorum við innan dyra við fyrirlestra og verklegar æfingar, ss. júmmun með prússellum, síga niður fyrir hnút á línu og fleiral.
Læt hérna aðra mynd fljóta með en þetta var það fyrsta sem blasti við mér þegar ég gekk inn í húsnæði HSSR. Spurning hvort að blaðið sé svona mikið lesið eða að stúlkan á forsíðunni veki svona mikla eftirtekt að vanda.. :)
Ég reyni að láta menn fylgjast með hvað er um að vera hjá mér en núna er best að fara í heimavinnuna.
Kv Pétur R.