• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Sumarfögnuður

Sumarnefndin stendur fyrir sumarfögnuði laugardaginn 29. ágúst. Um verður að ræða óvissudag, mæting er kl. 16 í Dalborg.

Svo ætlum við að eiga skemmtilegan dag saman og endum þetta á mat um kvöldið. Formlegri dagskrá verður lokið um kl. 22:00, en fólki er velkomið að vera lengur. Í Dalborg reynum við að sameinast í bíla eins og mögulegt er, gott er að taka fram í skráningunni hvort viðkomandi getur verið á bíl yfir daginn.

Mælt er með að klæða sig eftir veðri, þar sem við verðum eitthvað úti. Jakkafötin og síðkjólarnir eru ekki nauðsynlegir þennan laugardaginn! Fólki er velkomið að taka með sér drykki að heiman til að svala sér yfir daginn og einnig eiga með kvöldmatnum ef vilji er fyrir. 

Skráning er hér í athugasemdum, endilega skráið ykkur sem fyrst, helst ekki seinna en á fimmtudag. Við viljum sjá sem flesta. Þetta verður gaman, sumarnefndin lofar hörkufjöri!

 

 


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is