• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Sunnudagsferð

Sunnudagsferð
Gulla og Bjarney

Sunnudaginn 30. mars fóru 9 manns á jeppum sveitarinnar, Dalbjörg 1 og 2 í smá dagsskreppu uppá hálendið. Lagt var af stað úr húsi kl. 9:30 og ferðinni heitið inn Sölvadalinn og upp Kerhólsöxl. Þegar upp var komið var stefnan tekin í Landakot og þaðan í Laugafell. í Laugafelli var tekinn hádegismatur í glampandi sól og logni. Nokkrir skelltu sér í bað en hinir nutu veðurblíðunnar og náttúrunnar á meðan. Eftir mat og bað var brunað upp á Laugafellshnjúk og útsýnið skoðað sem var sko ekki af verri endanum. Þaðan renndum við inn að miðju Íslands og þar var sjálfsögðu bílunum og fólkinu stillt upp við stuðlabergið sem markar miðjuna og tekin hópmynd. Í Ingólfsskála var tekin kaffipása og þaðan fórum víð í Skiptabakka og niður Goðdalafjall ofan í Skagafjörð. Eftir kaffisopa í Skagafirði hjá Helgu Hjálmars og fjölskyldu, pylsu og ís stopp í Varmahlíð og tankastopp á Olís renndu bílarnir í hlað við nýja húsið um 22:30 eftir alveg hreint frábæran dag.

Takk fyrir góðan dag ;) 

Gulla 


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is