• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Tækjamót í Jökuldal

Tækjamót í Jökuldal
Við miðju Íslands

Helgina 25.-26. apríl hélt Hjálparsveitin Dalbjörg Tækjamót Landsbjargar í Jökuldal. Mæting var í Jökuldal á föstudagskvöldinu, en þar biðu skálarnir heitir eftir gestunum.
Klukkan 10 á laugardagsmorgun var brottför og var stefnan tekin meðfram Hofsjökli inn að miðju Íslands við Illviðrahnjúka.

Við miðjuna var hádegisverður snæddur og síðan var lagt í hann, sleðar og snjóbílar tóku beina stefnu austur í Laugafell en jepparnir tóku stefnuna norðar til að freista þess að finna smá erfiði. Pétur og Ragnar leiddu hópinn á Cruiser gamla fram og til baka yfir nokkrar ár og síðan yfir mikið krapa svæði yfir á Skagfirðingaleið og þaðan í Laugafell.
Í Laugafelli var rúmlega klukkutíma stopp þar sem menn gátu farið í laugina og hópurinn látinn þétta sig aftur. Frá Laugafelli var stefnan tekin aftur í Jökuldal í mjög erfiðu skyggni. Austan við Miklafellið fengu menn síðan að reyna við brekku, en sumir vilja kannski gleyma því. Stærðin skiptir greinilega ekki alltaf máli. Þegar allir höfðu skilað sér úr brekkunni renndi hópurinn í Jökuldal.
Í Jökuldal voru fjórir félagar úr Dalbjörg búnir að grilla 12 lambalæri og gera allt klárt svo að liðið gæti ruðst á garðana. Kokkarnir fengu mikið lof og nú var Tækjamótinu formlega lokið.
Frá Dalbjörgu fóru 15 manns á 3 jeppum, 2 snjósleðum og snjóbílnum.
Alls voru 15 jeppar, 2 snjóbílar og 16 snjósleðar sem mættu og um 80 manns. 

                           Hópurinn við Illviðrahnjúka 

          Norðan við Langadrag á leið yfir Jökulsá Austari

             Jón og Palli sleðakúbein með Gullu í takinu

 Valli, Halli Gulli og Sigrún að standsetja skálann fyrir tækjamót


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is