• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Talstöðin virkar vel!

Talstöðin virkar vel!
Séð út fjörðinn norðan við Stóra-Krumma
Ég gat ekki stillt mig um að fara á sleða í morgun þar sem þeir eru inn í bílskúrnum hjá mér og sól og logn úti. Ég hafði samt góða ástæðu en það var að prófa talstöðina sem við settum á í gærkvöldi. Fyrst ætlaði ég aðeins að athuga hvort að það væri fært upp frá Hrafnagili síðan þegar ég var komin upp fyrir túnin og girðingar á kafi ákvað ég að líta lengra.


  Séð yfir Staðarbyggðina frá Litla-Krumma

   Auðvitað stoppaði ég ekki aftur fyrr en ég var búin að sigra brekkurnar upp að Stóra-Krumma. Ég fór síðan ofan í Lambárdalinn sem liggur suð-austur úr Glerárdalnum og trakkaði góða leið þaðan og heim á plan hjá mér.
   Þannig skreppan var góð, ég talaði bæði við Elmar og Bubba K. í gegnum endurvarpa og beint á rás 5. Heyrnartólin virka vel og er mjög einfalt og síðan á ég þetta fína "track" núna. Læt nokkrar myndir fljóta með.

Pétur R.


     Séð inn Eyjafjarðardal.

comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is