Flýtilyklar
Tetra framhaldsnámskeið
16.02.2009
Um síðustu helgi fóru 3 meðlimir úr Dalbjörg á Tetra framhaldsnámskeið á Dalvík.
Það voru þeir Eiður, Ragnar og Smári sem fóru frá okkur á þetta námskeið, sem er í flokknum Björgunarmaður 2. Á
því voru kenndir ýtarlegri hlutir en á venjulegum Tetra námskeiðum, og lærðu þeir félagar meðal annars að tengja VHF
stöðvar við Tetra stöðvar, tengja stöð í stöð utan kerfis og margt fleira nytsamlegt. Þekkingin mun nýtast þeim vel og ef
félagar hafa áhuga á að kynnast Tetra kerfinu frekar er um að gera að hafa samband við þá.
comments powered by Disqus