Flýtilyklar
Til minningar um Pétur Róbert
Sunnudaginn 9. mars komu fulltrúar frá björgunarsveitum á svæði 11 færandi hendi til okkar í nýja húsið og færðu okkur Tyromont þyrlusekk að gjöf, til minningar um Pétur Róbert Tryggvason.
Það voru yfir 30 manns sem komu til að afhenda gjöfina og tók stjórn Dalbjargar á móti þeim. Gjöfin er sérlega glæsileg, en um er að ræða sérstaka grjónadýnu þar sem unnt er að búa um sjúkling til flutnings og hífa upp í þyrlu án þess að nauðsynlegt sé að nota skel eða annan búnað samhliða.
Við kunnum félögum okkar úr sveitum á svæði 11 innilegar þakkir fyrir þessa góðu gjöf, en þær eru: Björgunarsveitin Dalvík, Björgunarsveitin Jörundur í Hrísey, Björgunarsveitin Sæþór í Grímsey, Björgunarsveitin Tindur á Ólafsfirði, Björgunarsveitin Týr á Svalbarðseyri, Björgunarsveitin Ægir á Grenivík og Súlur, björgunarsveitin á Akureyri. Takk fyrir okkur.