• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Unglingadeild

Unglingadeild
Kassaklifur í KA heimilinu. Tekin af kassaklifur.is
Sælir krakkar
Nú erum við búin að fá meiri upplýsingar um útivistarskólann. Það verða haldin grunnnámskeið á Gufuskálum í sumar, eitt í júní og tvö í júlí. Svo verður eitt grunnnámskeið haldið á Austurlandi í ágúst. Þetta eru mjög skemmtileg námskeið þar sem þið getið lært margt, og ef ykkur langar að fara, hafið þá samband við eitthvert af okkur umsjónarmönnunum og við getum gefið ykkur meiri upplýsingar. Það er gott að við getum skráð þá sem ætla að fara í mars, þannig að þið skuluð fara að hugsa um hvort þið viljið fara. Námskeiðin bókast fljótt upp þannig að það er gott að geta skráð ykkur snemma. Svo er möguleiki að fara á framhaldsnámskeið næsta sumar ef þið takið grunnnámskeið í sumar.

Við ætlum líka bráðum að reyna að fara að klifra eða fara í kassaklifur, þið verðið látin vita um leið og við vitum meira.

Svo að lokum viljum við minna á peysurnar, þeir sem vilja merktar Landsbjargarpeysur en hafa ekki látið okkur vita, endilega drífið í því vegna þess að við förum að panta í þessari viku eða strax eftir helgi.
Kveðja umsjónarmennirnir:)

comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is