• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Unglingadeildin Bangsar

Í kvöld var æfing hjá unglingardeildinni sem gekk mjög vel. Við hittumst í húsi og byrjuðum við á því að fá Inga til að segja okkur frá svæðisstjórn, hvernig hún vinnur og til hvers svæðisstjórn er. Ingi fór líka yfir leitartækni og hvernig skal bera sig að við leit. Eftir fræðslu frá Inga var haldin leitaræfing þar sem leitað var að manni sem týndist í hverfinu. Strákunum var skipt í tvo hópa og hópstjórar skipaðir sem skipulögðu leitina og fóru svo af stað til leitar með sinn hóp. Strákarnir sýndu flotta takta við leitina og var samvinna og samskipti góð milli hópanna. Leitin gekk vel og þegar einstaklingurinn fannst var hlúð að honum, hann spelkaður á brotum, settur á bakbretti og svo í börur og borinn í hús. Strákarnir eiga allir hrós skilið fyrir kvöldið, þeir stóðu sig mjög vel. Við umsjónarmenn viljum þakka Inga fyrir kynninguna og kennsluna og Simma fyrir að vera týndur og slasaður fyrir okkur í kvöld. Takk fyrir hjálpina.

kv Gulla og Bjarney  


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is