• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Unglingadeildin að hefja störf

Þá er starf unglingadeildarinnar Bangsa að hefjast en er að með breyttu sniði frá því sem var. Nú er unglingadeildin aðeins keyrð á vorönn og fram á sumar og er hún ætluð krökkum frá tíundabekk til 18 ára aldurs . Er hugsunin með því að hafa starfið markvissara og skilar sér betur til þeirra sem taka þátt.
Guðlaug Sigríður verður yfirumsjónarmaður og Helga umsjónarmaður en margir aðrir munu hjálpa til. Hugsunin er að þær tvær muni sjá um að halda utan um dagskrána sem er komin og sjá til þess að fá mannskap til að hjálpa til við kennslu eða verkefni. Við hin hinsvegar tökum vel í það þegar þær leita til okkar og er hugmyndin að aðeins verði leitað einu sinni til hvers og eins með að hjálpa til á hverri önn.
Starf deildarinnar verður kynnt í Hrafnagilsskóla á föstudag og þá geta krakkar skráð sig í hana sem ekki voru skráð í hana fyrir. Formleg dagskrá heldur síðan áfram í næstu viku með kassaklifri í íþróttahúsinu.

 

Janúar

n14. Kynning á björgunarsveit ( í skólanum) Umsjónarmaður+stjórnarmaður.

n18. Kassaklifur (seinnipartur í skólanum kl: 17-19) Smári+Halli+Snorri+umsjónarmaður

n25. Kynnig á búnaði Dalbjargar, bílaflokk, sleðaflokk, hjálparliði og síðan kynning á klæðnaði og einstaklingsbúnaði (Kvöld, Bangsabúð). Bubbi+Palli+Ingi+umsjónarmaður

Febrúar

n8. Skyndihjálparnámskeið (kvöld, Félagsborg) Umsjónarmenn+Sunna

n22. Gönguferð Hulda+umsjónarmenn

Mars

n8. GPS og rötun námskeið (kvöld, Félagsborg) Pétur+umsjónarmaður

n19. Óvissunótt (ratleikur með áttavita, skyndihjálparverkefni ofl.)(föstudagskvöld, Bangsabúð)Umsjónarmenn

Apríl

n5. Klifurveggur hjá Súlum (kvöld)Umsjónarmenn+Jóhann

nAð lokum þegar að hentar jeppaferð fyrir þá samviskusömu. Pétur, Víðir, Hlynur, Eisi, Raggi, Ingi, Viðar, Jóhann, Eysteinn, Elmar, Bubbi 3, Krisján+umsjónarmenn

Sumar

nGönguferð í SölvadalUmsjónarmenn+Víðir

nTjaldútilega í Leyningshólum Umsjónarmenn+Binni.


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is