• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Útkall - Óveðursaðstoð

Útkall barst rétt fyrir 9 í morgun, 4. febrúar. Þak að losna í Leyningi. 

Sex félagar frá Dalbjörgu voru mætt á staðinn um klukkan 9:30 ásamt Inga og Jóa sem sinntu svæðisstjórn. 

Mjög hvasst var á svæðinu og var tvísýnt í fyrstu hvort vit væri að senda menn upp á þak. Þó var fljótlega ákveðið að ganga hratt og skipulega til verks áður en þakið færi meira af stað. Settar voru upp línur til trygginga og stigar lagðir upp á þak. Tveir hjálparsveitarmenn fóru upp á þak búnir hömrum og nöglum. Hægt var að festa plöturnar niður á skömmum tíma. 

 

Verkefninu var lokið 10:30. 

 


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is