Flýtilyklar
Útkall á Eyjafjarðardal
31.12.2010
Á ellefta tímanum í gærkvöldi (fimmtudag) barst Hjálparsveitinni Dalbjörg ósk um aðstoð frá tveimur jeppamönnum sem voru í vandræðum inn á Eyjafjarðardal. Mennirnir sem eru á tveimur fjallajeppum höfðu ákveðið að fara niður dalinn í fyrradag, þegar þeir komu ofan í dal botninn sáu þeir að dalurinn væri ekki fær og ekki komust þeir til baka upp.
Þeir gistu inni í botni dalsins í fyrrinótt og eru í allan dag búnir að moka sig áfram um 10 km leið. Þar náðu þeir símasambandi og gátu beðið um aðstoð.Núna eru 9 manns á þremur jeppum frá Dalbjörg komnir langleiðina að þeim. Freista á þess að ná bílunum til byggða í nótt en þeir munu vera eitthvað laskaðir eftir þessa svaðilför.
comments powered by Disqus