Flýtilyklar
Útkall á Þverárfjall
13.09.2010
Dalbjörg fékk ósk í um kl. 21. í gær um aðstoð við leit að gangnamanni sem týnst hafði á fjalllendinu milli Skagastrandar
og Skagafjarðar í gærmorgun.
Mönnuðum við tvo, sex manna gönguhópa, tvo undanfara á klifurhjólum, bílstjóra og svæðisstjórnarmann sem voru klárir að fara á miðnætti vestur til að leysa af mannskap sem var við leit.
Gangnamaðurinn sem leitað hafði verið að kom fram heill á húfi um kl. 22. Hann gekk niður að bænum Ketu á Skaga og er talið að hann hafi gengið um 20 km. Hann var ómeiddur en nokkuð hrakinn og kaldur eftir langa göngu í slæmu veðri.
Sjá frétt á mbl.is hér.
comments powered by Disqus