• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Útkall F2

Þýski ferðamaðurinn sem saknað var og leitað var að í nótt hafði samband við Neyðarlínuna nú rétt fyrir hádeigi og bað um aðstoð. 
Hann gat ekki gefið nákvæmar upplýsingar um staðsetningu sína en einhverjar þó, auk þess sem hægt var að miða út grófa staðsetningu út frá símasendum á svæðinu.

Hjálparsveitin Dalbjörg er lögð af stað á tveimur bílum upp Kerhólsöxl auk þess sem sleðar Dalbjargar héldu af stað ásamt sleðum Súlna  upp Vatnahjalla í Eyjafjarðardal. Að auki er Flugbjörgunarsveitin á Hellu á leið upp Kvíslaveituveg á jeppum og sleðum.


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is