Flýtilyklar
Útkall F2 gulur.
06.02.2012
Hjálparsveitin Dalbjörg og Súlur á Akureyri voru kallaðar út rétt fyrir kl 11
í dag vegan slasaðs göngumanns á hálendinu. Maðurinn var staddur við Vegamótavatni, austan Hofsjökuls og er talið að hann sé
úlnliðsbrotinn eftir fall. Maðurinn er breskur og hugðist ganga á skíðum þvert yfir landið að norðan, suður í Vík, í
fjáröflunarskyni.
Tveir bílar frá Dalbjörgu og fimm vélsleðar frá Súlum lögðu af
stað á slysstað. Aðstoð var síðan afturkölluð um kl 13 þar sem þyrla LHG hafði fundið manninn. Þá var björgunarlið
komið inn fyrir Bergland en færðin var þung fyrir bíla en ágæt fyrir sleða.
comments powered by Disqus