• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Útkall F2 og aðstoð

Í gærkvöldi voru sveitir á svæði 11 kallaðar út vegna týnds manns á Þorljótsstaðarfjalli í Vesturdal í Skagafirði. Þá voru sveitir á svæði 10 við leit að manninum sem hafði týnst fyrr um daginn við gangnastörf.  Einnig var búið að kalla út sveitir á svæði 1 til leitar en vonsku veður var á svæðinu og víðar. Maðurinn fannst síðan klukkustund síðar heill á húfi en þá vorum við að senda af stað vestur 6 manns á jeppunum okkar, einn mann í svæðistjórn og 2 menn á sleðum. 

Í dag var óskað eftir aðstoð við að ná kind sem vitað var um í Hörgárdal. Fóru tveir menn á jeppa, fundu kindina og fluttu heim á bóndabæ. 

Nú í fyrir kvöldmat hafði Lögreglan á Akureyri samband við Inga í Ártúni vegna fólks sem ekið hafði útaf inn í Eyjafjarðarsveit. Fór hann á Dalbjörg 1 og kom fólkinu til síns heima á Akureyri en því var orðið mjög kalt. 

Á leið úr bænum kom hann síðan fólki úr öðrum bíl til aðstoðar sem fest hafði bíl sinn.

Svæðisstjórn óskaði síðan eftir Dalbjörg 1 upp í hesthúsahverfi til að aðstoða ökumenn þar.

comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is