• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Útkall F3

Þegar sleðadeildin var rétt komin niður úr æfingaferð hjá Dalvík fengu þeir símtal frá fjórum sleðamönnum sem voru á ferð austan fjarðarins á tveimur sleðum. Hafði veðrið versnað svo mikið hjá þeim að þau voru orðin villt og rötuðu ekki aftur að bílunum sínum. Björgunarsveitarmennirnir fengu GPS punkt hjá þeim úr litlu hlaupatæki sem þau höfðu meðferðis og gátu vísað þeim gróflega leiðina um svokallað Uxaskarð. Ekkert heyrðist aftur frá þeim þannig að tækjaflokkur Dalbjargar var ræstur út. Jepparnir voru að leggja af stað úr húsi  og einnig sleðamenn frá Akureyri þegar náðist til fólksins aftur, en þau voru þá að koma að bílunum  heilu og höldu.

comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is