Flýtilyklar
Útkall grænn leit á Fimmvörðuhálsi.
10.11.2011
Fyrir hádegi í dag var leitað til svæðisstjórnar á svæði 11 um mannskap til leitar á Fimmvörðuhálsi. Þar
stóð yfir leit af Svía sem saknað hafði verið síðan kvöldið áður. Vont veður og erfitt landsvæði er þarna svo
óskað var eftir vönum fjallgöngumönnum.
Sjö manns frá Dalbjörgu lögðu af stað upp úr hádegi, 5 göngumenn, bílstjóri og svæðisstjórnarmaður. Reiknað er með að þeir tilkynni sig inn til vettvangsstjórnar um 21-22 í kvöld og fái þá úthlutað verkefni. Svæðið sem leitað er á er nú í kringum Sólheimajökul þar sem að bíll og vísbendingar miða að því svæði.
Sjö manns frá Dalbjörgu lögðu af stað upp úr hádegi, 5 göngumenn, bílstjóri og svæðisstjórnarmaður. Reiknað er með að þeir tilkynni sig inn til vettvangsstjórnar um 21-22 í kvöld og fái þá úthlutað verkefni. Svæðið sem leitað er á er nú í kringum Sólheimajökul þar sem að bíll og vísbendingar miða að því svæði.
comments powered by Disqus