• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Útkall í Vatnahjalla

Útkall í Vatnahjalla
Sleðar Dalbjargar
Sleðadeildin var rétt komin í hús í dag þegar aðstoðarbeiðni kom frá mönnum sem staddir voru í Vatnahjalla inn á Eyjafjarðardal. Mennirnir, sem eru vatnamælingamenn, voru að reyna að koma sér upp Vatnahjallann á fulllestuðum sleðum með aftaní þotum og áttu í vandræðum þar sem hjallinn er illfær vegna púðurs. Skipt var um áhöfn og fóru Tómas og Viðar á björgunarsleðunum til aðstoðar. Það tók fjóra klukkutíma að hjálpa þeim upp hjallann og upp Hafrárdalinn. Mennirnir héldu síðan áfram för sinni en þeir ætluðu í Laugafell í kvöld.

comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is