Flýtilyklar
Útkall vegna göngumanns
05.09.2012
Um kl. 17:00 þann 5. september fóru fimm félagar Dalbjargar í útkall til hjálpar slösuðum göngumanni sem talið var að væri
á Styttingi, leið milli Sprengisands og Laugarfells.
Maðurinn hafði gefið upp GPS punkt og var talið að hann væri á þessu svæði. Þegar Dalbjargarmenn voru komnir langt áleiðis kom
í ljós að maðurinn var með tækið stillt á hundraðshluta en ekki mínútur eins og venjulega er gert, svo staðsetning hans var önnur
en talið var í upphafi. Félagar frá Súlum fóru því af stað til leitar ofan við Kjarnaskóg og fundu manninn síðar um
daginn.
comments powered by Disqus