• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Vel heppnaður dagur.

Vel heppnaður dagur.
Haukur Ívars og Magnús Viðar komu færandi hendi.
Síðastliðinn laugardag var opið hús í Bangsabúð á afmælisdegi Dalbjargar 5. mars en sveitin var stofnuð þann dag 1983. Þar var "nýji-gamli" bíllinn okkar formlega tekinn í notkun aftur en hann er nýkomin úr alsherjar uppfærslu hjá Hlyni og Inga en meðal annars breyttu þeir félagar honum fyrir 46" dekk, settur í hann lógír ofl.

Það var boðið upp á veglegt kaffihlaðborð með hjálp velunnara okkar og unglingadeildin Bangsar sáu um að alltaf væri nóg til. Það voru yfir hundrað manns sem sóttu okkur heim þennan dag og viljum við þakka fyrir heimsóknina, eins bárust okkur gjafir frá Eyjafjarðarsveit, Súlum, Straumrás og Ferro-zink sem við kunnum bestu þakkir fyrir.

Myndir frá deginum má sjá í myndaalbúmi.

 
Floti Dalbjargar ásamt unglingadeild og mannskap.

Toyota Land-cruiser 80. árg 1997. "MADE IN SVEITIN"

Flott aðgengi og frágangur. Gott pláss fyrir skel í bílnum og sinna sjúkling.


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is