Flýtilyklar
Vel heppnaður fjölskyldudagur
28.07.2012
Það voru á milli 20-30 manns sem skemmtu sér konunglega í veðurblíðunni í Grundarreitnum í dag. Við fórum í skemmtilegan
ratleik sem Helga og Sunna skipulögðu, þar sem sigurliðið fékk sápukúlur í verðlaun og auðvitað blésu börnin
sápukúlur þar til allt var búið. Jói Jak og fjölskylda komu með grill og allir nutu matarins í þessu frábæra veðri sem
við fengum.
Þessi reitur er paradís sem maður var búinn að gleyma.
En ein spurning (og þið sem voruð á fjölskyldudeginum megið ekki svara):
Hvað heitir hóllinn í Grundarreitnum og hver er sagan á bak við hann?
Annars segjum við bara takk fyrir góðan dag :-)
Stjórnin.
comments powered by Disqus