• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Vetrarstarfið

Vetrarstarfið
Alltaf hress.

Hvort sem okkur líkar betur eða verr, þá er langt liðið á sumarið. En góðu fréttirnar eru þær að það styttist í fyrsta fund haustsins. 

Fyrsti fundurinn okkar verður sunnudaginn 7. september. Þar verður farið yfir Handverkshátíðina, mögulega haustferð, tekið á móti nýliðum, farið yfir útköll og aðstoðarbeiðnir, verklag við útköll, námskeið og margt fleira skemmtilegt. 

Í sumar var líka keyptur nýr klifur- og sigbúnaður sem verður hægt að skoða og fræðast betur um ásamt nýjum og flottum skyndihjálparbúnaði sem einhverjir eiga kannski eftir að skoða. 

Fjölmörg námskeið eru komin á dagskrá Björgunarskólans sem þið skuluð endilega kynna ykkur. Þar getið þið skráð ykkur sjálf á námskeið. Við erum búin að taka saman þau námskeið sem eru hér nálægt okkur ásamt fjarnámskeiðum og fleiru, sem þið getið skoðað hér. Endilega farið yfir þau námskeið sem er miðað við að þurfi að taka til að komast á útkallslista, þær reglur má sjá hér.

Svo er aldrei að vita nema við bjóðum upp á köku.. þetta verður ofurfundur. 

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest, sérstaklega nýja fólkið!

Update 17. september: Fyrstu námskeiðin hjá okkur um helgina, Leitartækni og Straumvatnsbjörgun 1. Skráning á vef Björgunarskólans.

Kveðja, stjórnin.


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is