Flýtilyklar
Vinna við Handverkshátíð
Nú mega allir fara að undirbúa sig undir skemmtilegu störfin á Handverkshátíðinni!
Fimmtudagur 16. júlí - Teppalögn í íþróttasal. Mæting er kl 19:00.
Föstudagur 17. júlí - Sýningarkerfið sett upp. Mæting kl 17:00.
Laugardagur 18. júlí - Lokið við að setja upp sýningarkerfi. Mæting kl. 10:00.
Skráning er hjá Eisa með sms í síma 8615537 og með athugasemdum við þessa frétt, alltaf gaman að sjá hverjir mæta!
Vinna við Handverkshátíðina er mjög stór fjáröflun fyrir okkur og því er mikilvægt að allir sem mögulega geta, taki þátt. Þetta er forsendan fyrir því að við getum haldið skemmtilega starfinu okkar áfram, haldið námskeið, gert húsið okkar fínt og fleira.
Þeir sem ætla að vera í sjúkra- og bílastæðagæslu á hátíðinni og þeir sem ætla að vera á grillinu á laugardagskvöldið mega hafa samband við Jóhann, en nánari upplýsingar um vaktir í því koma síðar.
Kveðja, stjórnin.