• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Vinna í sleðum.

Vinna í sleðum.
Smári að bora í fínu sleðana.. :=)
Í gærkvöldi unnu Smári, Pétur og Palli við að setja talstöð og loftnet á annann sleðann og vindlakveikjara í báða sleðana. Núna þurfa menn aðeins að taka mér sér heyrnartól af td. ipod, síma eða einhverju sem er með venjulegum Jack þegar farið er í ferðir. Fyrstu prufur lofa góðu því með þessu móti heyra menn vel í talstöðinni en þurfa að stoppa og grípa upp míkrafóninn til að tala.
Talstöðin er framan á stýrinu og settum við litla tösku með míkrafóninum á milli hennar og GPS-tækisins. Notast verður síðan við einfaldann hjálmabúnað í útköllum. Við settum líka krækjur á annan sleðann til að geta fest meira magn af bensíni á hann. Þannig eigum við leikandi að taka með okkur yfir 30 lítra af auka bensíni.



comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is