• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Vinna vegna tjóns í dag.

Vinna vegna tjóns í dag.
Elmar að negla.

Í birtingu í morgun var 10 manna hópur mættur í Sigtún til að endurnýja þak á kálfafjósi sem fauk í rokinu í gær. Var unnið hörðum höndum fram eftir degi og klæddir um 100 m2 af þaki.

Þegar að þeirri vinnu lauk fór megnið af hópnum í Garð til að

loka nýja fjósinu. Þar hafði stór þakgluggi sem er eftir endilöngum mæninum fokið að mestu í burtu.

Lauk vinnutörninni um klukkan 17.

Flugeldasalan stóð frá 9-16 og gekk mjög vel.

Viljum við þakka sveitungum og öðrum fyrir stuðninginn og árið sem er að líða.


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is