Flýtilyklar
Vinnukvöld hjá sleðamönnum
Í gærkvöldi var vinnukvöld hjá sleðaflokki. Fengum við inni hjá Halla Gulla og Bubba í Iðnaðarbilinu þeirra við Goðanes. Þar mættu Pétur, Palli, Smári, Bubbi K, Bubbi T, Viðar og Erna og sinntu viðhaldi á sleðunum.
Skipt var um olíu á drifunum, kúplingar hreinsaðar, skipt um kerti, pústventlar teknir í sundur og þrifnir, búkkarnir smurðir, sleðarnir
þrifnir og bónaðir og síðan smíðaði Bubbi K nýja festingu fyrir VHF sem brotnar ekki.
Síðan erum við búin að panta nýjan sjópoka á annan sleðann, kaupa 230v hleðslutæki fyrir VHF, varagrímu
inn í hjálmana, vara rafhlöður (AAA) fyrir snjóflóðaýla og ennisljós ( í búnaðartösku).
Umsjónarmenn vilja brýna á því að þeir sé látnir vita um allt sem varðar sleðana. Hvort að eitthvað tjónast,
eitthvað óeðlilegt við sleðana/búnað, skipt er um reim, kerti osfv. (reim og kerti í einn sleða kostar 27.000 kr.) UMGENGNISREGLUR
Einnig að það sé bara teknar út vörur á kortið í sleðunum sem varðar þá. Hiace hefur sitt eigið
kort.
Varðandi búnaðinn þá eru hjálmarnir í búnaðartösku ekki til almennra nota, þeir eru
ætlaðir útkallsökumönnum í útköllum og í lengri ferðum.
Það verða allir að leggjast á eitt með að halda þessum tækjum í topp ástandi svo að þeir séu alltaf
klárir í útkall.
Sleðaflokkurinn þarf síðan að hittast aftur fljótlega og skipuleggja ferðir sem við ætlum í núna í vetur. Ráðgert er
að fara allavega tvær stórar ferðir og hafa eina útkallsæfingu fyrir beltatæki. Síðan verða menn að vera duglegir að fara í
styttri ferðir til að halda sér í æfingu og læra á landið.
Næsta skipulagða ferð er Dalbjargarferðin og þá fara sleðarnir með og menn geta rætt við umsjónarmenn um að fara í
þá ferð.
Sleðarnir eru í mjög góðu ástandi, hreinir og klárir í slaginn. Vilja umsjónarmenn þakka ökumönnum þá virðingu sem þeir hafa fyrir þessum tækjum og vonum við að þessi vetur verði jafn farsæll og síðustu 5 vetur.
Einnig mætti formaðurinn okkar hann Eiður ásamt Sindra og Eysteinn leit í kaffi.
Kveðja frá umsjónarmönnum, Pétur og Smári