Flýtilyklar
Fréttir
Nýju sleðarnir klárir
29.12.2012
Þá eru nýju sleðarnir okkar klárir í útköll og er búið að fara fyrsta prufurúntinn á þeim. Bubbi K og Hlynur hafa
staðið fyrir mesta þunganum að standsetja þá og er vel vandað til alls frágangs.
Lesa meira
Flugeldasalan er hafin!!
27.12.2012
Dalbjörg er búin að opna glæsilegan flugeldasölumarkað í Hrafnagilsskóla og verður hann opinn til 16 á Gamlársdag. Við vonum að sjálfsögðu að sveitungar og velunnarar okkar verði duglegir að styrkja okkur með flugeldakaupum eins og undanfarin ár.
Með fyrirfram þökk Dalbjargarmenn
Vaktir í flugeldasölunni
25.12.2012
Hallóhalló!
Lesa meira
Nú mega allir þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt í flugeldasölunni fara að hugsa sig um hvenær þeir
komast og svona, það er kominn tími til að skrá sig á vaktir!
Það eru margir komnir en vantar á margar vaktir líka, sérstaklega á gamlársdag. Þá er gott að hafa marga til að við
séum fljót að ganga frá svo allir komist heim í steikina.
Skráning í kommentum!
Hér fyrir neðan er planið eins og er komið núna (bætum við eftir því sem fleiri bætast við):
Jólakveðja
23.12.2012
Við óskum félögum og vinum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári. Njótið tímans með
fjölskyldunni og við sjáumst svo hress í flugeldasölunni!
Lesa meira
Jólakveðja
stjórnin.
P.S. Við byrjum að setja upp sölustaðinn fyrir flugeldasöluna þann 27. desember. Þeir sem vilja vera með en hafa ekki skráð sig eða
mætt á fund, skulu hafa samband við Halla í síma 8479844.
Fundur vegna flugeldasölu
18.12.2012
Nú nálgast jólin og þar með áramótin og flugeldasalan! Þetta er svakalega skemmtilegur tími hjá okkur og við vonumst
auðvitað til þess að sem flestir taki þátt og hafi samband þegar við förum að raða á vaktir.
Lesa meira
En það verður fundur á morgun, miðvikudag kl. 20 í Félagsborg vegna flugeldasölunnar. Allir hvattir til að mæta þangað sem hafa
áhuga :)
Litlu-jólin
03.12.2012
Nú skuluð þið búa ykkur undir hin svakalegu litlu-jól sem verða haldin LAUGARDAGINN 8. DESEMBER. Ekki föstudag, heldur laugardag, þar sem hinir miklu
umsjónarmenn ætla að massa þetta og telja enga þörf á aukakvöldi upp á að hlaupa - þar sem ekkert mun mistakast.
Lesa meira
Nákvæmur tími og staðsetning fæst ekki uppgefinn eins og staðan er núna - óvissulitlu-jól?
Neyðarkall og Dalbjargarblað
14.11.2012
Sælir félagar
Lesa meira
Neyðarkalls- og rafhlöðusalan sem fram fór í síðustu viku gekk framar vonum, en farið var um alla sveitina á aðeins fjórum
kvöldum. Við viljum þakka öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum, þetta var glæsilegt hjá ykkur og salan gekk einnig mjög vel.
Næst á dagskrá er vinnan við Dalbjargarblaðið sem kemur út um jólaleytið á hverju ári. Þeir sem hafa hugmyndir eða vilja
hjálpa til mega setja sig í samband við Sunnu í síma 8654926. Um þetta gildir eins og annað að margar hendur vinna létt verk :)
Kærar kveðjur
stjórnin.
Sleðadeildar fundur
10.11.2012
Miðvikudaginn 7 nóv var fyrsti sleðadeildarhittingurinn. Þar mættu gamlir og nýjir félagar sem hafa áhuga á að starfa með
sleðadeildinni í vetur. Þeir sem mættu voru auðvitað Palli og Bubbi k, Hlynur, Binni, Hilmar, Baldvin og Pétur leit við og gerði ekki neitt..
Lesa meira
Sleðar til sölu
09.11.2012
Nú er komið að endurnýjun á sleðunum okkar og því eru gömlu til sölu. Þetta eru tveir Arctic cat Crossfire 800 snoproo árg. 2010,
þeir eru eknir um 3300 km og eru í toppstandi. Endilega deila og benda mönnum á þessa sleða og Bubbi gefur allar uppls. í síma 8650129. MYNDIR
Lesa meira