• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Fréttir

Landsæfing Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Landsæfing Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Landsæfingin verður haldin þann 12. október nk. í Borgarfirði. Við ætlum að sjálfsögðu að fara og þurfum nú að fara að fá skráningu á viðburðinn. Við munum fara seinnipart á föstudegi, gista í sumarbústað, taka þátt í æfingunni á laugardegi og keyra heim á sunnudegi. Síðasti séns til að skrá sig er 30. september. Skráning í athugasemdum við fréttina. Þetta er svaka gaman og við hvetjum alla til að vera með!! Kveðja, stjórnin.
Lesa meira

Haustferð og landsæfing

Nú er planið að hafa haustferð seinnipartinn í september. Þeir sem hafa áhuga á að fara með skulu hafa samband við Halla, en frekari upplýsingar um ferðatilhögun o.fl. verður sett inn fljótlega. 

Landsæfing Slysavarnafélagsins Landsbjargar verður síðan haldin 12. október nk. í Borgarfirði og ætlum við auðvitað að fjölmenna á hana, það er alltaf svo gaman á landsæfingum!
Lesa meira
Vonandi gengur öllum vel í göngum...

Fyrsti fundur vetrarins

Fyrsti fundur vetrarins verður haldinn sunnudaginn 1. september kl. 20:30 í Bangsabúð. 

Á dagskrá verður eitt og annað skemmtilegt, s.s. dagskrá vetrarins í námskeiðahöldum, æfingum og fleiru, gengi Handverkshátíðar og fleira. 

Vonumst til að sjá ykkur sem flest!

Stjórnin.
Lesa meira
Takk fyrir helgina!

Takk fyrir helgina!

Stjórnin vill þakka öllum þeim sem komu að vinnu við Handverkshátíðina síðastliðna viku, hvort sem það var undirbúningur, uppsetning, vinna á hátíðinni sjálfri, tiltekt á eftir og allt saman. Félagar Dalbjargar stóðu sig með prýði; þið megið vera stolt af ykkur. 

Við þökkum einnig öllum félögunum sem unnu að þessu með okkur, Ester framkvæmdastjóra og öllum þeim sem að hátíðinni komu á einn eða annan hátt. Hátíðin heppnaðist með eindæmum vel og allir eru ánægðir með helgina. 

Við tókum þetta svo sannarlega með trompi, kæru félagar. 

Stjórnin.
Lesa meira
Tromp...

Handverkshátíðin - lokadagur!

Jæja duglega fólk - nú er komið að lokadegi Handverkshátíðarinnar þetta árið. Búið er að skipuleggja daginn í gæslu - hann Halli sér um það - en að loknum degi er komið að því að taka sýninguna niður. 

Það verða því allir sem vettlingi (jafnvel bara aukavettlingi) geta valdið að mæta á morgun kl. 17 í Hrafnagilsskóla til að taka niður allt klabbið. 

Það verður gott veður svo við ættum að verða snögg að þessu ef við vinnum saman :) 

Þið eruð búin að vera alveg svakalega dugleg síðustu vikuna, við undirbúning, uppsetningu og gæslu á hátíðinni og eigið stórt hrós skilið. Nú skulum við klára þetta með trompi.

Kveðja
Sunna.
Lesa meira
Handverkshátíð

Handverkshátíð

Nú styttist í Handverkshátíðina og núna þurfum við á öllum að halda til að hjálpa til. Þetta er stærsta fjáröflun sveitarinnar og mikilvægt að menn gefi sér smá tíma til að sinna þessu.

 Fimmtudagur 8. ágúst: Uppsetning tjalda og fl. ca. kl. 8-17. Vantar 10-12 manns.Jóhann,Hlynur,Simmi,Stefán,Sindri,Palli,Víðir,Hreiðar.

 Föstudagur 9. ágúst: Gæsla á sýingu meðan opið er (4 menn).Simmi

 Laugardagur 10. ágúst: Gæsla á sýningu og meðan opið er (4 menn).Simmi.

 Laugardagskvöld 10 ágúst: Grill og kvöldvaka ca. kl. 18-24+ (8-10 manns)Simmi,Hreiðar,Jóhann.

 Sunndugur 11. ágúst: Gæsla á sýningu meðan opið er (4 menn).Simmi

 Mánudagur 12. ágúst: Gæsla á sýningu meðan opið er (4menn).Simmi

 

Mánudagskvöldið klukkan 18:00 þurfa ALLIR að mæta til að taka sýninguna niður.

 

Endilega hafið samband við  Eið í síma 8615537 og skráið ykkur á vaktir eða hér í athugasemdir. Fyrstir skrá fyrstir fá.

 

kv, stjórnin.

Lesa meira

Frestað til sunnudags

Vinnu í íþróttahúsi hefur verið frestað til sunnudags 21.júli vegna efnisskorts.
Viljum við byðja alla sem vettlingi geta valdið að koma og klára verkið. Það er ekki mikið eftir.
Mæting kl:12:00 vonumst til að sjá sem flesta, endilega skráið ykkur hér.
Lesa meira
Handverkshátíðar vinna

Handverkshátíðar vinna

Sælir kæru félagar nú er gamanið byrjað. Á föstudag,19. júli vantar mannskap til að teppaleggja íþróttasalinn og setja upp sýningarkerfi í stofur, mæting kl:19:00.
Á laugardag, 20. júli á að setja upp sýningarkerfi í íþróttasal, mæting kl:9:00.
Mikilvægt að fólk gefi sér tíma og mæti. Boðið verður uppá veitingar og vil ég byðja fólk um að skrá sig hér á síðunni einnig láta vita ef þið getið ekki komið.

Kv:Stjórninn
Lesa meira
Almennur fundur

Almennur fundur

Almennur fundur verður haldin sunnudaginn 14júlí.
Húsið opnar kl:20:00 og fundurinn hefst kl:20:30.
Aðalefni fundarinns er handverkshátiðin ásamt 
öðrum spennandi fundarefnum.

Endilega látið sjá ykkur.

Kv:Stjórninn.


Lesa meira
Sumargleði Dalbjargar

Sumargleði Dalbjargar

Næstkomandi föstudag þann 12. júlí ætlum við að hittast í leyningshólum og halda sumargleði Dalbjargar með pompi og prakt.  Planið er að grilla hásingar, fara í leiki og hafa almennt gaman saman.  Mæting er kl 18:00 og mikilvægt er að skrá sig hérna á síðunni eða hjá Palla í síma 8678319 í síðasta lagi á fimmtudag.  Ps. Þetta er útilega svo ekki vera rasshausar og mæta í pinnahælum með varanlegt!! Takk og bæ.

Kv:Sumarnefndin.
Lesa meira

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is