Flýtilyklar
Fréttir
Almennur fundur á sunnudag
05.01.2014
Nú er komið að fyrsta fundi ársins, sunnudaginn 5. janúar 2014. Hann verður haldinn í nýja húsinu okkar kl. 20:30.
Lesa meira
Aðstoð í Sölvadal
01.01.2014
Aðstoðarbeiðni barst Dalbjargarfélögum aðfaranótt gamlársdags ofan úr Sölvadal, en þar höfðu ábúendur á Eyvindarstöðum misst vélsleða ofan í gil við virkjun sem er þar.
Lesa meira
Námskeið 2014
27.12.2013
Hei góða fólk!!
Nú þegar þetta haust og fyrripartur vetrar er á enda þá þurfum við að huga að námskeiðum sem haldin verða á nýju ári. Hér (smellið til að skoða) er samantekt yfir:
Þau námskeið sem haldin verða hjá okkur
Námskeið sem eru nálægt okkur
Upphafsdagsetningar fjarnámskeiða
Fagnámskeið fyrir þá sem eru búnir með a.m.k. Björgunarmann 1
Endilega skoðið þetta og finnið hvað ykkur langar til að gera. Hér er hægt að sjá námskeið sem þið hafið lokið og hafa verið skráð hjá ykkur hjá S.L.
Smellið á til að lesa meira - þetta er mikilvægt!
Lesa meira
Flugeldasöluvaktir 2013
26.12.2013
Jæja kæra fólk
Nú er flugeldasalan að hefjast - skemmtilegasta fjáröflunin okkar! Það er komið að því að skrá sig á vaktir - endilega verið dugleg og takið allavega eina vakt :) Skráið ykkur í athugasemdum.
Lesa meira
Jólakveðja 2013
23.12.2013
Stjórn Hjálparsveitarinnar Dalbjargar óskar félögum Dalbjargar, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Við þökkum björgunarsveitum og öðrum aðilum nær og fjær, innilega fyrir samstarfið á árinu og allan þann stuðning sem okkur hefur verið veittur.
Lesa meira
Blaðið og flugeldar
18.12.2013
Jæja kæru félagar!
Nú er vinnunni við blaðið okkar að ljúka og þökkum við kærlega fyrir alla hjálp sem veitt var við þá vinnu, hvort sem var myndasöfnun, greinaskrif, auglýsingasöfnun eða annað. Próförkin ætti að vera tilbúin í vikunni og prentuð eintök fljótlega eftir það. Þá þarf bara áhugasama ökumenn í dreifingu, sem mega vera í sambandi við hana Gullu með það.
Lesa meira
Stór dagur hjá Hjálparsveitinni Dalbjörg!
24.11.2013
Eins og flestir vita festum við kaup á nýju húsnæði fyrir sveitina í Hrafnagilshverfinu, nánar tiltekið gamla Blómaskálann Vín. Þann 23. nóvember fluttum við allt okkar hafurtask úr Bangsabúð við Steinhóla, sem hefur þjónað Hjálparsveitinni Dalbjörg síðustu 26 árin. Það var því með nokkrum trega sem gamla húsnæðið var kvatt og búnaðurinn fluttur á nýjan stað.
Lesa meira
Útkall í Bakkadal og Vaðlaheiði
24.11.2013
Hjálparsveitin Dalbjörg var kölluð út um kl. 15 í dag ásamt Súlum og Björgunarsveitinni Ægi vegna slasaðs vélsleðamanns í Bakkadal.
Lesa meira
Litlujól Dalbjargar
18.11.2013
Nú er komið að hinni margrómuðu skemmtun Dalbjargar. Þar sem allir fara í sitt fínasta púss, Föstudaginn 29. nóvember n.k. í Funaborg að Melgerðismelum.
Lesa meira