Flýtilyklar
Fréttir
Vinnukvöld og afmæli OG almennur fundur
Hálendisvakt
Komið þið öll sæl og blessuð
Slysavarnafélagið Landsbjörg óskar eftir umsóknum frá björgunarsveitum félagsins vegna þáttöku í Hálendisvakt björgunarsveita sumarið 2013. Stefnt er að því ef þáttaka fæst allan tímann að keyra verkefnið frá 28. júní til 25. ágúst og viku lengur að Fjallabaki og norðan Vatnajökuls. Eins og áður verður hver vakt ein vika.
Þar sem einhverjar slysavarnadeildir hafa lýst áhuga á því að taka meiri þátt í verkefninu eru björgunarsveitir hvattar til að setja sig í samband við næstu deildir og ekki síður eru slysavarnadeildir hvattar til að setja sig í samband við næstu björgunarsveitir. Ljóst er að meðlimir deildanna geta styrkt þann hóp sem á hálendið fer frá félaginu.
Sami háttur verður hafður á svæðaskiptingu; Kjölur, Sprengisandur, Fjallabak og svæðið norðan Vatnajökuls. Ef hægt verður að leysa húsnæðismál er stefnt að því að færa aðstöðuna á Kili frá Gíslaskála og á Hveravelli og eins er stefnt að því að fá sérhúsnæði í Nýjadal. Enn er a.m.k reiknað með því að aðstaðan verði með svipuðu sniði að Fjallabaki og í Dreka.
Vaktirnar verða frá sunnudegi til sunnudags og gert er ráð fyrir vaktaskiptum kl. 15:00 þann dag. Lögð er mikil áhersla annarsvegar á að sveitirnar hittist og miðli helstu upplýsingum við vaktaskipti og hinsvegar að ný sveit hitti skála- og landverði á stöðunum.
Fjarskipti 1 - verklegur hluti
Námskeið í ferðamennsku og rötun og æfingarferð 16. febrúar
Almennur fundur á sunnudag
Almennur fundur 10. febrúar
Athugið að almennur fundur verður haldinn þann 10. febrúar nk., EKKI núna um helgina.
Kveðja, stjórnin.
Á döfinni
Landshlutafundur
Tilkynning frá stjórn SL:
"Stjórn Slysavarnafélagsins boðar til landshlutafundar laugardaginn 26. janúar næstkomandi. Fundurinn verður haldinn á Akureyri, í húsnæði Síðuskóla og byrjar kl. 09:00 og stendur til c.a.16:30/17.
Fundurinn er opinn öllum félögum og biðjum við ykkur að hvetja alla ykkar félaga til að fjölmenna og taka þátt í umræðu um málefni félagsins.
Fyrir hádegi er röð fyrirlestra um ýmis björgunarmál sem Björgunarskólinn sér um. Eftir hádegismat eru málstofur um hin ýmsu mál félagsins.
Skráning er á innra svæði félagsins og biðjum við fólk að skrá sig tímanlega."
Sýnum nú lit kæru félagar og fjölmennum á þennan fund! Þetta verður bara skemmtilegt og auðvitað mjög áhugavert fyrir okkur öll sem höfum áhuga á þessum málum. Ef þið getið ekki skráð ykkur inn á innra svæðið þá hringið þið í 570-5900 og skráið ykkur þar.
Já og ef þið viljið fá dagskrána senda, hendið þá inn e-mailinu ykkar hér að neðan.
Almennur fundur á sunnudag
Hlökkum til að sjá ykkur.