• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Fréttir

Vinnukvöld og afmæli OG almennur fundur

Eins og þið vitið flest verður Dalbjörg 30 ára núna í mars. Við ætlum auðvitað að halda eitthvað húllumhæ og þurfum því að gera húsið okkar fínt. 

Þess vegna verður vinnukvöld næsta fimmtudag, mæting kl. 20:00. Þrífum og tökum til fyrir afmælisdaginn!
Hvetjum sem flesta til að mæta.. verður bara gaman :-)

Svo er almennur fundur á sunnudag - aldrei að vita nema við reynum að gera eitthvað fyrir fundinn líka.
Lesa meira

Hálendisvakt


Varðandi Hálendisvaktina í sumar kom hér póstur frá SL. Þeir sem hafa áhuga eða vilja frekari upplýsingar mega endilega hópa sig saman og hafa samband við stjórn (nú eða hann Jónas hjá SL).

Hér er pósturinn: 

Komið þið öll sæl og blessuð

Slysavarnafélagið Landsbjörg óskar eftir umsóknum frá björgunarsveitum félagsins vegna þáttöku í Hálendisvakt björgunarsveita sumarið 2013. Stefnt er að því ef þáttaka fæst allan tímann að keyra verkefnið frá 28. júní til 25. ágúst og viku lengur að Fjallabaki og norðan Vatnajökuls. Eins og áður verður hver vakt ein vika.

Þar sem einhverjar slysavarnadeildir hafa lýst áhuga á því að taka meiri þátt í verkefninu eru björgunarsveitir hvattar til að setja sig í samband við næstu deildir og ekki síður eru slysavarnadeildir hvattar til að setja sig í samband við næstu björgunarsveitir. Ljóst er að meðlimir deildanna geta styrkt þann hóp sem á hálendið fer frá félaginu.

Sami háttur verður hafður á svæðaskiptingu; Kjölur, Sprengisandur, Fjallabak og svæðið norðan Vatnajökuls. Ef hægt verður að leysa húsnæðismál er stefnt að því að færa aðstöðuna á Kili frá Gíslaskála og á Hveravelli og eins er stefnt að því að fá sérhúsnæði í Nýjadal. Enn er a.m.k reiknað með því að aðstaðan verði með svipuðu sniði að Fjallabaki og í Dreka.

Vaktirnar verða frá sunnudegi til sunnudags og gert er ráð fyrir vaktaskiptum kl. 15:00 þann dag. Lögð er  mikil áhersla annarsvegar á að sveitirnar hittist og miðli helstu upplýsingum við vaktaskipti og hinsvegar að ný sveit hitti skála- og landverði á stöðunum.

Lesa meira

Fjarskipti 1 - verklegur hluti

Sælir félagar

Á morgun, mánudag, verður verklegi hlutinn í Fjarskiptum 1 fyrir þá sem voru skráðir - nemendur ættu að vera búnir að fá tölvupóst um það frá leiðbeinanda. 

Þeir sem eru búnir að horfa á öll myndböndin og ætla að klára eiga að mæta kl. 20:00 á morgun í Félagsborg. Stefán kemur með stöðvarnar og heldur utan um þetta.

Kveðja
stjórnin.
Lesa meira

Námskeið í ferðamennsku og rötun og æfingarferð 16. febrúar

Sælir félagar

Helgina 22.-24. febrúar verður haldið námskeið hjá okkur í ferðamennsku og rötun, að því gefnu að við fáum á það 8 þátttakendur. 

Endilega skráið ykkur hér í athugasemdum sem fyrst, svo við getum gengið frá þessu við Björgunarskólann. 

Þetta er eitt af þeim námskeiðum sem er nauðsynlegt að hafa til að komast á útkallslista, svo endilega drífið ykkur! Mjög skemmtilegt og fræðandi námskeið.

Einnig verður æfingarferð farin þann 16. febrúar nk. eins og rætt var á síðasta fundi, væntanlega upp á Kerhól. Áhugasamir hafi samband við Halla, 8479844.

Kveðja, stjórnin.
Lesa meira

Almennur fundur á sunnudag

Almennur fundur verður haldinn í Bangsabúð sunnudaginn 10. febrúar kl. 20:30. 

Ýmis mál á dagskrá, s.s. námskeið, útkallið í vikunni, Dalbjargarferð o.fl. 

Endilega látið sjá ykkur.

Stjórnin.
Lesa meira

Almennur fundur 10. febrúar

Athugið að almennur fundur verður haldinn þann 10. febrúar nk., EKKI núna um helgina.

 

Kveðja, stjórnin.

Lesa meira

Á döfinni

Það sem er að gerast á næstunni hjá okkur: 


23. janúar - Námskeið í Fjarskiptum 1 í Félagsborg kl. 20:00. Ingi verður með umsjón með því og kemur með talstöðvar og skjávarpa.

26. janúar - Landshlutafundur á Akureyri, muna að skrá sig!

2. febrúar - Snjóflóðaleitaræfing hjá Súlum á Akureyri. Takið daginn frá, frekari upplýsingar koma seinna. Hressandi fyrir þorrablót ! Ef næg þátttaka fæst er möguleiki á að við setjum eitt upprifjunarkvöld í næstu viku.

20.-24. febrúar - Fagnámskeið í snjóflóðum á Dalvík

1.-3. mars - Planið að hafa StórAfmælisferð Dalbjargar - því við verðum þrítug!

16. mars - Tækjamót að Fjallabaki. Sjá hér.

4. maí - Flugslysaæfing

24. maí - Landsþing, björgunarleikar og árshátíð á Akureyri.






Svo eru námskeið á dagskrá hjá Björgunarskólanum fljótlega í fjarnámi. 
Lesa meira

Landshlutafundur

Tilkynning frá stjórn SL: 


"Stjórn Slysavarnafélagsins boðar til landshlutafundar laugardaginn 26. janúar næstkomandi.  Fundurinn verður haldinn á Akureyri, í húsnæði Síðuskóla og byrjar kl. 09:00 og stendur til c.a.16:30/17.

Fundurinn er opinn öllum félögum og biðjum við ykkur að hvetja alla ykkar félaga til að fjölmenna og taka þátt í umræðu um málefni félagsins. 


Fyrir hádegi er röð fyrirlestra um ýmis björgunarmál sem Björgunarskólinn sér um. Eftir hádegismat eru málstofur um hin ýmsu mál félagsins.

 

Skráning er á innra svæði félagsins og biðjum við fólk að skrá sig tímanlega."



Sýnum nú lit kæru félagar og fjölmennum á þennan fund! Þetta verður bara skemmtilegt og auðvitað mjög áhugavert fyrir okkur öll sem höfum áhuga á þessum málum. Ef þið getið ekki skráð ykkur inn á innra svæðið þá hringið þið í 570-5900 og skráið ykkur þar.


Já og ef þið viljið fá dagskrána senda, hendið þá inn e-mailinu ykkar hér að neðan.

Lesa meira

Almennur fundur á sunnudag

Næstkomandi sunnudag 13 janúar verður almennur fundur í Bangsabúð. Hefst hann kl 20:30 og meðal efnis á fundi er flugeldasalan, blaðaútgáfan, tækjamál, dagskrá vetrar, námskeið á döfinni ofl. 

Hlökkum til að sjá ykkur.
Lesa meira
Rútsstaðarbræður á Hlíðarfjalli

Þvælingur á sleðadeild

Sleðaflokkurinn er byrjaður að keyra nýju sleðana og var þriðja æfingaferðin farin í dag. Áður höfð Hlynur og Bubbi K farið í tvær ferðir á Vaðlaheiði og Fnjóskadal til að tilkeyra sleðana eða samtals 250 km á hvorn sleða.
Lesa meira

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is