Flýtilyklar
Fréttir
Litlu-jól og uppskeruhátíð í Funaborg
08.11.2012
Sælir félagar
Lesa meira
Tvennt á dagskrá á næstunni: Litlu-jólin okkar og uppskeruhátíð í Funaborg.
Uppskeruhátíðin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár, getið séð allt um hana í sveitapóstinum eða á
esveit.is. Við viljum kanna áhuga á þátttöku í þessum viðburði þar sem það þarf að panta miða og við myndum
þá hafa einhvern með í undirbúningsnefnd ef fólk hefur hug á að fara.
Fyrsta hjálp 2
07.11.2012
Námskeið í fyrstu hjálp 2 verður haldið í næstu viku, 12.-15. nóvember, í Félagsborg frá kl. 19-22 öll kvöldin.
Leiðbeinandi verður Anna Sigrún.
Lesa meira
Þetta námskeið er eitt af þeim sem nauðsynlegt er að hafa til að komast á útkallsskrá.
Þeir sem ætla að taka þátt mega vinsamlegast skrá sig í athugasemdum.
Neyðarkall og rafhlöður
05.11.2012
Í kvöld hefst yfirferð okkar um sveitarfélagið við að selja Neyðarkallinn og rafhlöður í reykskynjara og verðum við á
ferðinni næstu 4-5 kvöld. Við munum byrja næst Akureyri beggja megin og halda fram eftir. Neyðarkallinn seljum við eins og áður á 1500 kr. til
fjáröflunar, en rafhlöðurnar eru á kostnaðarverði og viljum við minna fólk á mikilvægi þess að skipta um rafhlöður
í reykskynjurum einu sinni á ári.
Lesa meira
Reykskynjarar og Neyðarkallinn
04.11.2012
Jæja félagar, nú hefst salan á Neyðarkallinum og reykskynjarayfirferðin okkar á morgun - reyndar með þeim fyrirvara að veðrið verði
ekki of slæmt til að fara af stað í þetta.
Lesa meira
Hér fyrir neðan sést það vaktaskipulag sem komið er. Fólk sem getur gefið kost á sér má endilega hafa samband við Halla,
8479844 eða skrá sig í athugasemdum.
Óveðursaðstoð
02.11.2012
Laugardagur 3 nóv kl 12:30
Dalbjörg 1 er búinn að sinna einu verkefni í morgun en það var að koma starfsmanni á laugalandi heim til sín. Annað verkefni bíður að koma viðgerðamönnum símans fram í Sámsstaði til að gera við Tetrakerfiið. Við bendum sveitung áfram á að ef þeim vantar aðstoð að heyra í okkur. (sjá neðar)
Lesa meira
Dalbjörg 1 er búinn að sinna einu verkefni í morgun en það var að koma starfsmanni á laugalandi heim til sín. Annað verkefni bíður að koma viðgerðamönnum símans fram í Sámsstaði til að gera við Tetrakerfiið. Við bendum sveitung áfram á að ef þeim vantar aðstoð að heyra í okkur. (sjá neðar)
Útkall F2 og aðstoð
01.11.2012
Í gærkvöldi voru sveitir á svæði 11 kallaðar út vegna týnds manns á Þorljótsstaðarfjalli í Vesturdal í
Skagafirði. Þá voru sveitir á svæði 10 við leit að manninum sem hafði týnst fyrr um daginn við gangnastörf.
Lesa meira
Samæfingin, Neyðarkallinn og almennur fundur
28.10.2012
Sælir félagar
Lesa meira
Ég vil byrja á því að þakka öllum kærlega fyrir góða æfingu á laugardaginn, þetta var alveg magnað og allir
ánægðir með daginn.
Annað mál - nú er komið að reykskynjarayfirferð og sölu á Neyðarkallinum. Við munum hefja yfirferðina seinnipartinn á
miðvikudaginn. Seinnipartsvaktir (mið, fim og fös) hefjast um 17 (eða bara þegar fólk getur farið af stað) og standa til um 21. Á laugardag og
sunnudag verða tvær vaktir á dag, frá kl. 10-16 og 16-21, svona um það bil.
Ef allir taka eina vakt þá verður þetta ekkert mál - nú verða allir að vera virkir og skrá sig í athugasemdum hér fyrir
neðan. Ef frekari upplýsingar vantar má tala við Halla í síma 8479844.
Svo er auðvitað almennur fundur næsta sunnudag kl. 20:30 sem við hvetjum alla til að mæta á.
Kveðja
stjórnin.
Mæting á æfingu
26.10.2012
Jæja nú líður að þessu...
Lesa meira
Sjúklingar, umsjónarmenn og aðrir sem koma að æfingunni skulu mæta 13:30 í Félagsborg.
Björgunarhópar skulu mæta kl. 15:30 á bílastæðinu við Hrafnagilsskóla og fá þar nánari upplýsingar.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Stjórnin.
Skráning á samæfingu 27. október
23.10.2012
Nú er skráningin næstum komin og þátttakan er góð!
Siglufjörður mætir með einn og jafnvel fleiri hópa, Týr mæta með 1 hóp, Súlur mæta með 23 manns, Tindur mætir með einn hóp og Jörundur í Hrísey með einn hóp.
Enn eiga eftir að detta inn skráningar frá Dalvík, Grenivík og jafnvel Grímsey?
Endilega tékkið ykkur inn sem fyrst - þetta verður frábært.
Kveðja, stjórnin.
Fundur vegna samæfingar
21.10.2012
Á sunnudaginn verður haldinn fundur vegna samæfingar í Félagsborg kl. 20:30.
Allir Dalbjargarfélagar sem ætla sér að taka þátt eða koma að æfingunni á einn eða annan hátt verða að mæta.
Kveðja
Sunna.