• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Fréttir

Minnum fólk auðvitað á mottumars...

Upprifjun/æfing

Næstkomandi fimmtudagskvöld kl 20. ætla Pétur og Bubbi K að vera með fræðslukvöld í Félagsborg á Hrafnagili. Þar verður farið í upprifjun á fyrstuhjálp, snjóflóð, rötun og síðan stjórnun og skipulag.
Við vonumst auðvitað til að sjá sem flesta og frábært fyrir þá sem fara á æfinguna á Laugardag að vera með allt á hreinu.
Lesa meira
Góður ýlir á flottuverði.

Snjóflóðabúnaður á ruglverði

Slysavarnarfélagið Landsbjörg hefur náð frábærum tilboðum á snjóflóðabúnaði til aðildarsveita sinna.
Við ætlum að nýta okkur þetta og erum búin að velja úr þann búnað sem að við mælum með sem er skófla, snjóflóðastöng og snjóflóðaýlir.

Þið þurfið að skrá ykkur hér við fréttina fljótt því við pöntum á föstudagsmorgun.
Lesa meira

Æfing á laugardaginn :-)

Er ekki komin svaka stemning fyrir laugardaginn? 

Samæfnig á svæði 11 verður haldin á Dalvík 18 jan. Dalvíkingar skipuleggja æfinguna og lofa okkur góðum verkefnum fyrir vélsleða, jeppaflokk, skyndihjálp og almennverkefni.
Þeir verða líka með fjallabjörgunarverkefni, báta og snjóbílaverkefni.

Mæting er ekki alveg komin á hreint en verður um kl 9 á laugardagsmorgun og lokið kl 16.

Ætla kannski einhverjir fleiri með?
Það er en pláss þar sem nokkrir af mest afskiptasömu félögunum eru uppteknir þennan dag og því um að gera að mæta og skemmta sér. :)
Lesa meira
Geðveikar græjur..

Brjálað stuð hjá Polaris

Stormur og Car-X vill bjóða okkur að lýta í heimsókn á morgun og sja Nýju Polaristækin..

Smellið á fréttina..
Lesa meira

Ljósakynning

Á morgun, fimmtudaginn 9. febrúar verður haldin kynning á ljósum frá ljosin.net kl. 20:00 í Félagsborg. 

Þar verða til sýnis ýmiss konar ljós, s.s. vasaljós, ennisljós, leitarljós, hjólaljós, díóðukastarar og margt fleira. 

Góð ljós eru nauðsyn fyrir björgunarmanninn að eiga í búnaði sínum og því hvetjum við alla til að líta við og skoða úrvalið. 
Lesa meira

Útkall F2 gulur.

Hjálparsveitin Dalbjörg og Súlur á Akureyri voru kallaðar út rétt fyrir kl 11 í dag vegan slasaðs göngumanns á hálendinu. Maðurinn var staddur við Vegamótavatni, austan Hofsjökuls og er talið að hann sé úlnliðsbrotinn eftir fall. Maðurinn er breskur og hugðist ganga á skíðum þvert yfir landið að norðan, suður í Vík, í fjáröflunarskyni.

Tveir bílar frá Dalbjörgu og fimm vélsleðar frá Súlum lögðu af stað á slysstað. Aðstoð var síðan afturkölluð um kl 13 þar sem þyrla LHG hafði fundið manninn. Þá var björgunarlið komið inn fyrir Bergland en færðin var þung fyrir bíla en ágæt fyrir sleða.

Lesa meira
Frá snjóflóðanámskeiði um helgina.

Pönnsur, fundur og samæfing

Það var notalegur fundur sem var haldinn með hitabeltisþema í Bangsabúð í gærkvöldi. Þar voru nett og þægileg mál rædd auk þess sem smá tiltekt var í lok fundar. Vil ég þakka öllum sem mættu fyrir góðan fund. Halli hafði skellt í pönnsur og Gulla mætti með skúffuköku enda afmælisbarn.

Það sem ber hæðst eftir fundinn er samæfing sem verður haldin á Dalvík um aðra helgi 18. feb og þurfa menn að skrá sig sem allra fyrst á hana. Stefnan er að senda hópa í almennt, skyndihjálp og sleða verkefni. Þeir sem geta mætt og tekið þátt í skemmtilegum degi skulu skrá sig núna takk. :)
Lesa meira

Almennur fundur á Sunnudag.

Jæja félagar þá er komið að febrúarfundi hjá okkur. Hann verður haldinn í Bangsabúð á sunnudag kl 20:30. Húsið opnar að vanda kl 20 og verður hann bísna nettur og skemmtilegur.. Hef heyrt að einn af okkar góðu félögum eigi afmæli um þetta leiti og trúlegt að við fáum að njóta þess.. Þeir sem eiga skyndihjálparbúnað ættu að huga að því að fylla á þar sem allt er til fremra. Gulla mun eflaust aðstoða við það. Sjáumst hress..
Lesa meira
Frá námskeiði 2010 á Víkurskarði

Snjóflóð 1 og 2

Helgina 27-29 janúar verða námskeiðin snjóflóð 1 og 2 haldin hérna í firðinum. Er það opið öllum björgunarsveitarfólki við Eyjafjörð og verða kennarar héðan meðalannars mun Bubbi kenna á því. Snjóflóð 1 verður kennt á föstudegi og laugardegi, snjóflóð 2 verður síðan að megninu á sunnudeginum.
Lesa meira
Dalbjörg 1 og 2 við Sandbúðir

Æfingaferð á jeppum

Það er stefnt á æfingaferð hjá Jeppaflokkum Súlna og Dalbjargar upp Kerhólsöxlina á Laugardag. Öllum félögum er velkomið að skella sér með í þessa ferð en við ætlum að reyna að manna báða jeppana okkar. Tilvalið fyrir yngri meðlimi að kynnast tækjunum okkar.
Lesa meira

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is